Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir nú um páskana þegar viðbúið er að margir verði á faraldsfæti. Fram kemur í tilkynningu að innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en þeir láti til skarar…

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir nú um páskana þegar viðbúið er að margir verði á faraldsfæti. Fram kemur í tilkynningu að innbrotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en þeir láti til skarar skríða, hringi jafnvel dyrabjöllunni og þykist vera að spyrja eftir einhverjum.

„Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þá er fólk hvatt til að ganga tryggilega frá heimilum sínum, láta nágranna sína vita og jafnvel hafa útiljósin kveikt, séu þau
til staðar á annað borð.