Áfangar Richard Serra hannaði útilistaverk í Viðey árið 1990.
Áfangar Richard Serra hannaði útilistaverk í Viðey árið 1990. — Ljósmynd/AFP
Banda­ríski listamaður­inn Rich­ard Serra, sem einna þekkt­astur er fyr­ir stóra en míni­malíska skúlp­túra úr stáli, lést í fyrradag á heimili sínu í New York, 85 ára að aldri. Þessu greinir AFP frá

Banda­ríski listamaður­inn Rich­ard Serra, sem einna þekkt­astur er fyr­ir stóra en míni­malíska skúlp­túra úr stáli, lést í fyrradag á heimili sínu í New York, 85 ára að aldri. Þessu greinir AFP frá. Staðfestir lögfræðingur Serra að hann hafi látist úr lungnabólgu. Verk hans má finna víðs veg­ar um heim­inn, þar á meðal á söfn­um í Par­ís, í eyðimörkinni í Katar og á Gug­genheim-safn­inu í spænsku borg­inni Bil­bao, þar sem verkið „The Matter of Time“ fyllir út í aðalsal safnsins. Á vef The Guard­ian kemur fram að fyrrnefnt verk tilheyri verkum sem þyki gjörbreyta rýmunum sem þau eru sett upp í og vekja líkamleg viðbrögð áhorfenda. „Ég vinn á mörkum þess sem er mögulegt,“ sagði Serra eitt sinn. Honum var boðið á Listahátíð í Reykjavík árið 1990 og í kjölfarið reis útilistaverk hans „Áfangar“ í Viðey. Serra fæddist í San Francisco og var menntaður í bókmenntum auk þess að vera með MFA-gráðu í listum frá Yale-háskóla.