Félagaskipti Díana Dögg Magnúsdóttir yfirgefur Zwickau.
Félagaskipti Díana Dögg Magnúsdóttir yfirgefur Zwickau. — Ljósmynd/Jon Forberg
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, mun yfirgefa herbúðir þýska félagsins Sachsen Zwickau að yfirstandandi tímabili loknu eftir fjögurra ára dvöl. Zwickau greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum að Díana Dögg hefði ákveðið að…

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, mun yfirgefa herbúðir þýska félagsins Sachsen Zwickau að yfirstandandi tímabili loknu eftir fjögurra ára dvöl. Zwickau greindi frá því á samfélagsmiðlum sínum að Díana Dögg hefði ákveðið að skrifa ekki undir nýjan samning og réri því á önnur mið í sumar þegar samningur hennar rennur út.

Hún er 26 ára örvhent skytta og hefur verið fyrirliði Zwickau undanfarin ár.