Lausnin auðveldar umönnun aldraðra.
Lausnin auðveldar umönnun aldraðra.
Dala.care, dótturfélag íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Gangverks, gerði nýlega endursölusamning við stærsta endursöluaðila heimaþjónustu í Bandaríkjunum, Caring.com, um að markaðssetja og selja heimaþjónustulausnina dala.care

Dala.care, dótturfélag íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Gangverks, gerði nýlega endursölusamning við stærsta endursöluaðila heimaþjónustu í Bandaríkjunum, Caring.com, um að markaðssetja og selja heimaþjónustulausnina dala.care. Lausnin er hugbúnaður sem auðveldar umönnun aldraðra og sjúkra. Finnur Pálmi Magnússon framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við Morgunblaðið að samningurinn muni breyta miklu og bendir á stærð markaðarins þar ytra; þar eru 435.000 heimaþjónustufyrirtæki skráð en hér á landi eru þau fimm.