Framboð Helga Þórisdóttir á heimili sínu í gær, tilbúin í embætti forseta.
Framboð Helga Þórisdóttir á heimili sínu í gær, tilbúin í embætti forseta. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Helga Þóris­dótt­ir for­stjóri Per­sónu­vernd­ar tilkynnti í gær um framboð sitt til embætt­is for­seta Íslands. Þetta gerði hún á blaðamannafundi á heimili sínu, ásamt stuðningsfólki. „Mín áherslu­atriði sem for­seti eru fyrst og fremst að vera…

Helga Þóris­dótt­ir for­stjóri Per­sónu­vernd­ar tilkynnti í gær um framboð sitt til embætt­is for­seta Íslands. Þetta gerði hún á blaðamannafundi á heimili sínu, ásamt stuðningsfólki.

„Mín áherslu­atriði sem for­seti eru fyrst og fremst að vera þjónn fólks­ins í land­inu – og vera fremst í flokki við að styðja við alla lands­menn. Jafn­framt að vera mál­svari þess ís­lenska drif­krafts, sem ger­ir okk­ur að þeirri sterku þjóð sem við erum, á eld­fjalla­eyj­unni okk­ar nyrst í Atlants­hafi,“ sagði Helga m.a. í ávarpi sínu. Hún sagði reynslu sína og þekk­ingu vel geta nýst þjóðinni. Hún hefði unnið að al­manna­hags­mun­um alla sína starfsævi. Í þeim störf­um hef­ði það reynst henni vel að þykja vænt um annað fólk og styðja það, og búa þannig til betra sam­fé­lag. Helga hefur síðustu átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar.