„Ég er nú svo feiminn að ég þorði ekki að spyrja hvort það væri í vexti eða andliti þegar hún sagði að mér svipaði til Danadrottningar.“ Ef einhverjum svipar til einhvers er hann líkur honum, ekki nauðalíkur en dálítið líkur…

„Ég er nú svo feiminn að ég þorði ekki að spyrja hvort það væri í vexti eða andliti þegar hún sagði að mér svipaði til Danadrottningar.“ Ef einhverjum svipar til einhvers er hann líkur honum, ekki nauðalíkur en dálítið líkur honum. Og vel að merkja: „ég svipa“ þá ekki til drottningarinnar, heldur svipar mér til hennar.