Týr Viðskiptablaðsins lýsir þeirri skoðun sinni að álitaefnin varðandi kaup Landsbankans á TM snúist ekki um hvenær einhver upplýsti einhvern um eitthvað. Álitaefnin snúi að eignarhaldi ríkisins á bankanum og þeim vandamálum sem það skapi.

Týr Viðskiptablaðsins lýsir þeirri skoðun sinni að álitaefnin varðandi kaup Landsbankans á TM snúist ekki um hvenær einhver upplýsti einhvern um eitthvað. Álitaefnin snúi að eignarhaldi ríkisins á bankanum og þeim vandamálum sem það skapi.

Týr segir „útilokað að einkafyrirtæki hefði ráðist í sambærilega og jafn stefnumótandi fjárfestingu og kaup Landsbankans á TM eru án þess að um hana væri fjallað með formlegum hætti á vettvangi stjórnar.

Þessi staðreynd endurspeglast meðal annars í fréttum af því að stjórnendur Íslandsbanka lögðu líkt og Landsbankinn tilboð í TM en með fyrirvara um samþykki stjórnar.

Slíkt hvarflaði ekki að stjórnendum Landsbankans. Eignarhald ríkisins á bankanum leiðir til þess að þeir líta svo á að rekstur bankans komi hluthafanum ekki við.

Bankastjórinn sendi hreinlega fjármálaráðherranum tóninn þegar sá síðastnefndi vogaði sér að segja skoðun sína á kaupunum.“

Týr nefnir líka að ríkisfyrirtæki á samkeppnismarkaði líkist frekar starfsmannafélögum en hefðbundnum hlutafélögum. Það er mikið til í því, eða dettur einhverjum stjórnendum einkafyrirtækis í hug að standa að slíkum kaupum þvert á vilja eigendanna?