Isavia hefur sótt um tímabundið stöðuleyfi fyrir olíukyndistöð austan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Umræddri stöð er lýst sem „neyðar-olíukyndistöð“ og er hún hugsuð sem varúðarráðstöfun vegna hugsanlegs hitaveituleysis vegna náttúruhamfara

Isavia hefur sótt um tímabundið stöðuleyfi fyrir olíukyndistöð austan við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Umræddri stöð er lýst sem „neyðar-olíukyndistöð“ og er hún hugsuð sem varúðarráðstöfun vegna hugsanlegs hitaveituleysis vegna náttúruhamfara. Erindið var tekið fyrir og samþykkt í framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar á dögunum. Þar kom fram að samþykki skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar lægi fyrir og var byggingarfulltrúa bæjarins falið að veita stöðuleyfi til eins árs. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er olíukyndistöðin fengin að utan og „hugsuð til að halda heitu vatni á flugstöðinni ef það verður aftur rof á afhendingu á heitu vatni eins og um daginn“.