[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Handknattleikskonan Sigríður Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við bikar- og deildarmeistara Vals. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2025. Sigríður er 32 ára gömul og leikur í vinstra horni

Handknattleikskonan Sigríður Hauksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við bikar- og deildarmeistara Vals. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2025. Sigríður er 32 ára gömul og leikur í vinstra horni.

Enski knattspyrnumaðurinn John Stones, miðvörður Manchester City, fór meiddur af velli í upphafi leiks Englands og Belgíu á Wembley í Lundúnum á þriðjudagskvöld. Stones hélt um nárann á sér þegar hann fór af velli eftir aðeins níu mínútna leik og því ríkir óvissa um hvort hann geti tekið þátt í stórleik Man. City gegn Arsenal næstkomandi sunnudag.

Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic, sem er efstur á heimslista karla, hefur ákveðið að slíta samstarfi við þjálfara sinn, Goran Ivanisevic. Ivanisevic varð þjálfari Djokovic fyrir rúmum tveimur árum. Höfðu þeir unnið saman frá árinu 2018.

Knattspyrnumaðurinn Matty Cash verður ekki með Aston Villa næstu vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. Cash meiddist í landsleik Póllands og Eistlands á fimmtudaginn. Missir hann m.a. af leikjum Aston Villa gegn Lille í átta liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Hákon Arnar Haraldsson leikur með Lille.

Enski knattspyrnumarkvörðurinn Sam Johnstone, leikmaður Crystal Palace, þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsla á olnboga og missir af þeim sökum af EM 2024 í Þýskalandi í sumar. Johnstone hefur verið fastamaður í leikmannahópi Englands sem varamarkvörður.

Handknattleikskonan Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Birna hefur verið með betri leikmönnum deildarinnar síðustu árin en hún gekk til liðs við ÍBV árið 2020. Hún skoraði 97 mörk í fimmtán leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu.