— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vana fluttir í Hallgrímskirkju í gær, föstudaginn langa. Fjölmennt var í kirkjunni af þessu tilefni en jafnframt vegna þess að í ár var þess minnst að 350 ár eru liðin frá andláti skáldsins 27

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vana fluttir í Hallgrímskirkju í gær, föstudaginn langa. Fjölmennt var í kirkjunni af þessu tilefni en jafnframt vegna þess að í ár var þess minnst að 350 ár eru liðin frá andláti skáldsins 27. október 1674.

Það voru þau Steinunn Jóhannesdóttir, leikstjóri og rithöfundur, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, dr. Margrét Eggertsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir, sem báðar eru bókmenntafræðingar og sérfræðingar á Stofnun Árna Magnússonar, og Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur og virkur lesari í messuhópi kirkjunnar, sem höfðu umsjón með flutningnum að þessu sinni. Í tilefni minningarársins var tónlist einnig fléttuð inn í sálmalesturinn með veglegum hætti. Kammerkvartettinn og Steinar Logi Helgason fluttu til að mynda sjö upphafsvers Passíusálmanna auk þess sem Björn Steinar Sólbergsson lék orgeltónlist tengda Passíusálmalögunum.