— Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær
Alls 419 fimm ára börn frá öllum leikskólum í Hafnarfirði hittu, sungu með og ræddu vináttuna við Mæju jarðarber á Bókasafni Hafnarfjarðar dagana 11. til 20. mars sl. Söng- og leikkonan Rakel Björk Björnsdóttir brá sér í búning Mæju úr Ávaxtakörfunni á 10 sýningum fyrir börnin

Alls 419 fimm ára börn frá öllum leikskólum í Hafnarfirði hittu, sungu með og ræddu vináttuna við Mæju jarðarber á Bókasafni Hafnarfjarðar dagana 11. til 20. mars sl. Söng- og leikkonan Rakel Björk Björnsdóttir brá sér í búning Mæju úr Ávaxtakörfunni á 10 sýningum fyrir börnin. „Börnin voru yndisleg og tóku virkan þátt,“ er haft eftir Rakel í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Hún hefur deilt hlutverki Mæju með leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur frá árinu 2022.