Kátir ÍR-ingar fagna úrvalsdeildarsætinu eftir sigurinn á Haukum.
Kátir ÍR-ingar fagna úrvalsdeildarsætinu eftir sigurinn á Haukum. — Ljósmynd/ÍR
ÍR-ingar eru komnir aftur í úrvalsdeild karla í handknattleik eftir eins árs fjarveru eftir sigur á ungmennaliði Hauka, 36:33, í lokaumferð 1. deildarinnar í Skógarseli á skírdag. Með því tryggði ÍR sér annað sæti deildarinnar, á eftir ungmennaliði Fram sem vann deildina en getur ekki farið upp

ÍR-ingar eru komnir aftur í úrvalsdeild karla í handknattleik eftir eins árs fjarveru eftir sigur á ungmennaliði Hauka, 36:33, í lokaumferð 1. deildarinnar í Skógarseli á skírdag.

Með því tryggði ÍR sér annað sæti deildarinnar, á eftir ungmennaliði Fram sem vann deildina en getur ekki farið upp.

Róbert Snær Örvarsson skoraði 11 mörk fyrir ÍR í leiknum, Bjarki Steinn Þórisson átta og Baldur Fritz Bjarnason sjö.

Fjölnismenn náðu þriðja sæti deildarinnar með sigri á ungmennaliði KA í Grafarvogi, 32:26.

Liðin í þriðja til fimmta sæti, Fjölnir, Hörður frá Ísafirði og Þór frá Akureyri, fara í umspil um hvert þeirra fylgir ÍR upp í úrvalsdeildina. Hörður og Þór mætast fyrst í einvígi og sigurliðið leikur til úrslita gegn Fjölni.

Einvígi Harðar og Þórs hefst 9. apríl og úrslitaeinvígið hefst 20. apríl.