Tveir kjánar spjalla saman á kaffihúsi. Annar segir: „Þegar rafmagnið fór af í gær sat ég fastur í lyftu í tvo klukkutíma!“ Þá svarar hinn: „Það er nú ekkert, ég sat fastur í rúllustiga í tvo klukkutíma!“
Maður kemur inn á bar með önd á höfðinu. Barþjónninn spyr: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ Öndin svarar: „Þú getur byrjað á því að hjálpa mér að losa mig við þennan mann af rassinum á mér!“
Eyjarskegginn segir við gestina: „Andrúmsloftið hérna á eyjunni er alveg einstakt. Hugsið ykkur að þegar ég kom hingað fyrst, gat ég ekki talað né gengið og var alveg sköllóttur.“ „Það er ótrúlegt! Hvað ertu búinn að vera lengi hérna?“ „Frá fæðingu.“
Mamma setur tvíburana Aron og Einar í bað. Aron hlær og hlær eftir baðið. Mamman spyr: „Hvað er svona fyndið?“ „Þú þvoðir Einari tvisvar en ekki mér!“