Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur framlengt umsagnarfrest vegna rannsóknar eftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood af Samherja. SKE tók söluna til rannsóknar í lok febrúar og bauð þeim sem töldu sig…
Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur framlengt umsagnarfrest vegna rannsóknar eftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood af Samherja. SKE tók söluna til rannsóknar í lok febrúar og bauð þeim sem töldu sig hafa hagsmuni eða áhuga að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og sjónarmiðum um viðskiptin fyrir 7. mars sl. Í tilkynningu á vef SKE kemur fram að aðeins hluti þeirra fyrirtækja, aðila og félaga sem SKE óskaði umsagnar og upplýsinga frá hafi svarað beiðni eftirlitsins og er fresturinn því framlengdur.