Sigurvegarar Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Vals lyfti bikurunum.
Sigurvegarar Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Vals lyfti bikurunum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valskonur urðu í gær deildabikarmeistarar í knattspyrnu með því að sigra Breiðablik, 2:1, í úrslitaleik á Hlíðarenda. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Blikum yfir strax á 8. mínútu en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir jafnaði fyrir Val á 24

Valskonur urðu í gær deildabikarmeistarar í knattspyrnu með því að sigra Breiðablik, 2:1, í úrslitaleik á Hlíðarenda.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Blikum yfir strax á 8. mínútu en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir jafnaði fyrir Val á 24. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Amanda Andradóttir markið sem reyndist sigurmarkið með glæsilegu skoti frá vítateig.

Þetta er í sjötta sinn sem Valskonur vinna deildabikarinn en í fyrsta sinn frá árinu 2017. Breiðablik hefur unnið oftast, átta sinnum.

Valur mætir Víkingi í Meistarakeppni kvenna 16. apríl en keppni í Bestu deild kvenna hefst 21. apríl þegar Íslandsmeistarar Vals taka móti Þór/KA á Hlíðarenda. Breiðablik fær Keflavík í heimsókn í fyrstu umferðinni daginn eftir.

Úrslitaleikurinn í karlaflokki fór fram síðasta miðvikudagskvöld en þar vann Breiðablik sigur á ÍA, 4:1.