Díana Dögg Magnúsdóttir
Díana Dögg Magnúsdóttir
Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, skiptir um félag í þýska handboltanum í sumar. Hún kveður Sachsen Zwickau eftir fjögur ár með liðinu og gengur til liðs við Blomberg-Lippe. Díana er 26 ára örvhent skytta og hefur verið fyrirliði Zwickau undanfarin ár

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, skiptir um félag í þýska handboltanum í sumar. Hún kveður Sachsen Zwickau eftir fjögur ár með liðinu og gengur til liðs við Blomberg-Lippe.

Díana er 26 ára örvhent skytta og hefur verið fyrirliði Zwickau undanfarin ár. Liðið hefur verið í harðri fallbaráttu og er í 11. sæti af fjórtán liðum þegar sjö umferðum er ólokið, fjórum stigum fyrir ofan umspilssæti.

Blomberg-Lippe er hins vegar eitt af sterkari liðum Þýskalands og er í fimmta sæti, 16 stigum fyrir ofan Zwickau, og er aðeins fjórum stigum frá öðru sæti deildarinnar.

Liðið hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Evrópukeppni og lék til úrslita í Áskorendabikar Evrópu árið 2009.