Orð dagsins er óðagot. Það mun vera frá 18. öld, forliðurinn af lýsingarorðinu óður og viðliðurinn merkir hér e.t.v. hraða ferð, sbr. færeyskuna -got: straumur, segir Orðsifjabók
Orð dagsins er óðagot. Það mun vera frá 18. öld, forliðurinn af lýsingarorðinu óður og viðliðurinn merkir hér e.t.v. hraða ferð, sbr. færeyskuna -got: straumur, segir Orðsifjabók. Óðagot er hraði, flýtir, asi, írafár, læti, æðibunugangur – og varast ber að flýta sér svo að maður segi eða skrifi „óðagát“.