Mótorhjólasýning Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, fagna því um þessar mundir að fjörutíu ár eru liðin frá stofnun samtakanna.
Mótorhjólasýning Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, fagna því um þessar mundir að fjörutíu ár eru liðin frá stofnun samtakanna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, fagna í ár fjörutíu ára afmæli. Af því tilefni hafa samtökin blásið til mótorhjólasýningar í Porsche-salnum í Bílabúð Benna að Krókhálsi 9. Sýningin var formlega opnuð í gær og stendur opin bæði í dag og næstu tvo daga milli klukkan tíu og sex

Klara Ósk Kristinsdóttir

klaraosk@mbl.is

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, fagna í ár fjörutíu ára afmæli. Af því tilefni hafa samtökin blásið til mótorhjólasýningar í Porsche-salnum í Bílabúð Benna að Krókhálsi 9.

Sýningin var formlega opnuð í gær og stendur opin bæði í dag og næstu tvo daga milli klukkan tíu og sex. Það er við hæfi að lokadagur sýningarinnar skuli vera hinn 1. apríl því það var einmitt á þeim degi, fyrir fjörutíu árum, sem samtökin voru stofnuð í félagsheimilinu Þróttheimum.

Var tilgangur stofnunarinnar einfaldlega að sameina mótorhjólafólk og fá það til að taka niður hjálmana þegar það hittist, segir á heimasíðu samtakanna. Þar segir jafnframt að fljótlega hafi það undið upp á sig og mörgu öðru verið hrundið í verk.

Höf.: Klara Ósk Kristinsdóttir