Sigurjón Þórðarson
Sigurjón Þórðarson
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um ríkisfang brotamanna hér á landi. Vill hann m.a. fá að vita ríkisfang þeirra sem hafa verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot undanfarin fimm ár, þeirra sem sakfelldir hafa verið fyrir manndráp og líkamsmeiðingar og þeirra sem brotið hafa gegn lögum um ávana- og fíkniefnabrot. Óskað er eftir skriflegum svörum frá ráðherranum.

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra um ríkisfang brotamanna hér á landi. Vill hann m.a. fá að vita ríkisfang þeirra sem hafa verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot undanfarin fimm ár, þeirra sem sakfelldir hafa verið fyrir manndráp og líkamsmeiðingar og þeirra sem brotið hafa gegn lögum um ávana- og fíkniefnabrot. Óskað er eftir skriflegum svörum frá ráðherranum.

„Það er nauðsynlegt að hafa þessar upplýsingar og fleiri uppi á borðum ef ræða á málin af yfirvegun og hlutlægni,“ segir Sigurjón í samtali við Morgunblaðið.

Aðspurður segist hann horfa til Danmerkur, en þar hefur verið tekin sú afstaða að hafa upplýsingar sem þessar fyrir allra augum. „Danir halda vel utan um þessar upplýsingar hjá sér og hafa svipt af þeim allri hulu. Fyrir vikið er umræðan eðlilegri þar en hér. Það er kominn tími til að taka þetta samtal á breiðum grunni. Hingað til hefur verið of mikil feimni meðal annars þegar kemur að því að ræða þann kostnað sem fylgir hælisleitendakerfinu. Þeir sem það vilja eru vanalega stimplaðir sem vondar manneskjur eða eitthvað í þá áttina. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur,“ segir hann.

Spurður hvort fyrirspurn hans sé ekki líkleg til að kynda undir andúð í garð útlendinga svarar Sigurjón: „Við eigum eftir að sjá hvað kemur út úr þessu. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera viðkvæmar.“

Auk fyrrgreindra spurninga vill Sigurjón fá upplýsingar um ríkisfang þeirra sem ákærðir hafa verið fyrir brot gegn frjálsræði manna undanfarin fimm ár og ríkisfang þeirra sem ákærðir hafa verið fyrir brot gegn ákvæðum auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga.

Höf.: Kristján H. Johannessen