Lára hefur þegar hafið störf hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA.
Lára hefur þegar hafið störf hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lára Zulima Ómarsdóttir hefur verið ráðin í starf stjórnanda almannatengsla hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA. Lára hefur reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum, en hún stofnaði í fyrra fjölmiðlunarfyrirtækið Zulima og starfaði áður sem…

Fólk

Lára Zulima Ómarsdóttir hefur verið ráðin í starf stjórnanda almannatengsla hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA. Lára hefur reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum, en hún stofnaði í fyrra fjölmiðlunarfyrirtækið Zulima og starfaði áður sem samskiptastjóri Aztiq, fjárfestingarfélags Róberts Wessman.

Lára var áður fréttamaður, vefritstjóri, framleiðandi og dagskrárgerðarkona á Rúv. Hún lauk meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands 2024 og B.ed.-gráðu í íslensku og stærðfræði árið 2004.