Ráðist var á bíla hjálparsamtaka.
Ráðist var á bíla hjálparsamtaka.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, viðurkenndi í gær að Ísraelsher bæri ábyrgð á loftárás á Gasasvæðinu á mánudag þar sem sjö alþjóðlegir hjálparstarfsmenn létu lífið. Um var að ræða sjálfboðaliða á vegum samtakanna World Central Kitchen sem hafa flutt hjálpargögn sjóleiðina til Gasa

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, viðurkenndi í gær að Ísraelsher bæri ábyrgð á loftárás á Gasasvæðinu á mánudag þar sem sjö alþjóðlegir hjálparstarfsmenn létu lífið.

Um var að ræða sjálfboðaliða á vegum samtakanna World Central Kitchen sem hafa flutt hjálpargögn sjóleiðina til Gasa. Þeir sem létust voru frá Ástralíu, Bretlandi, Palestínu, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Ríkisstjórnir þessara landa hafa fordæmt árásina harðlega. Netanjahú sagði að árásin hefði verið gerð vegna mistaka. Haft hefði verið samband við viðkomandi ríki og allt yrði gert til að tryggja að svona atburðir endurtækju sig ekki.