EM 2024 Elín Klara Þorkelsdóttir skorar í fyrri leiknum gegn Lúxemborg.
EM 2024 Elín Klara Þorkelsdóttir skorar í fyrri leiknum gegn Lúxemborg. — Morgunblaðið/Eggert
Kvennalandslið Íslands í handbolta getur farið langt með að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í dag þegar það mætir Lúxemborg í næstsíðustu umferð undankeppninnar. Svíar eru með átta stig og öruggir með sæti á EM

Kvennalandslið Íslands í handbolta getur farið langt með að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í dag þegar það mætir Lúxemborg í næstsíðustu umferð undankeppninnar.

Svíar eru með átta stig og öruggir með sæti á EM. Ísland og Færeyjar eru með fjögur stig en Lúxemborg er án stiga. Tvö efstu liðin fara beint á EM og fjögur lið af átta í þriðja sæti undanriðlanna komast einnig þangað.

Sigur á Lúxemborg í dag gæti gulltryggt Íslandi farmiðana á EM, eftir því hvernig leikir í öðrum riðlum fara, en annars er hreinn úrslitaleikur við Færeyinga á Ásvöllum í Hafnarfirði í síðustu umferðinni á sunnudaginn.

Ísland vann Lúxemborg auðveldlega, 32:14, í fyrri leik liðanna og allt annað en íslenskur sigur yrði mikið áfall. Leikurinn hefst klukkan 16.45. Hann verður sýndur beint á RÚV og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.