Melsungen Elvar Örn Jónsson er í stóru hlutverki í þýska liðinu.
Melsungen Elvar Örn Jónsson er í stóru hlutverki í þýska liðinu. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, gengur til liðs við þýska stórliðið Magdeburg eftir rúmt ár, eða sumarið 2025, samkvæmt frétt handboltamiðilsins Handball Leaks í gær. Samningur hans við Melsungen rennur út að loknu næsta tímabili

Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, gengur til liðs við þýska stórliðið Magdeburg eftir rúmt ár, eða sumarið 2025, samkvæmt frétt handboltamiðilsins Handball Leaks í gær. Samningur hans við Melsungen rennur út að loknu næsta tímabili. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru með langtímasamninga við Magdeburg og verða þá væntanlega samherjar Elvars. Hann er að ljúka sínu þriðja tímabili með Melsungen.