Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
SFF-dagurinn fer fram í dag í höfuðstöðvum Arion banka en yfirskrift viðburðarins í ár er; Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár. Tilefnið er að í ár eru 150 ár frá upphafi innlendrar reglusetningar um fjármálafyrirtæki hér á landi

SFF-dagurinn fer fram í dag í höfuðstöðvum Arion banka en yfirskrift viðburðarins í ár er; Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár.

Tilefnið er að í ár eru 150 ár frá upphafi innlendrar reglusetningar um fjármálafyrirtæki hér á landi. Meðal þess sem rætt verður á fundinum er gullhúðun regluverks og hvað megi bæta í þeim efnum.

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir í samtali við ViðskiptaMogga að helstu áskoranir sem fjármálakerfið hér á landi standi frammi fyrir séu m.a. að efla samkeppnishæfni og tryggja sömu starfsskilyrði og þekkist í okkar nágrannalöndum.

„Það má nefna þrennt sem getur skekkt samkeppnishæfni okkar nú. Í fyrsta lagi eru hærri skattar hér en þekkist víða erlendis, í öðru lagi hærri eiginfjárkröfur og í þriðja lagi íþyngjandi gullhúðun laga og regluverks. Að mörgu leyti höfum við komið vel út í erlendum samanburði, til að mynda hvað varðar tækninýjungar, valkosti neytenda og kostnaðarhlutföll, m.a. með sjálfvirknivæðingu,“ segir Heiðrún.

Þá séu ýmsar aðrar áskoranir þegar kemur að fjármálaþjónustu.

„Við höfum glímt við áskoranir við að koma í veg fyrir peningaþvætti og lagt okkar af mörkum til að auka fjármálalæsi ungmenna.“

Heiðrún bætir við að auk þess sé mikilvægt að fjármálakerfið njóti trausts almennings. Þar sé enn verk að vinna en í því ljósi sé mikilvægt að umræðan sé yfirveguð og byggist á staðreyndum.