Í Schengen Farþegar til Sofíu í Búlgaríu ganga um Schengen-hliðið.
Í Schengen Farþegar til Sofíu í Búlgaríu ganga um Schengen-hliðið. — AFP/Nikolay Douchinov
Evrópusambandsríkin Búlgaría og Rúmenía hafa fengið takmarkaða aðild að Schengen-samstarfinu og geta nú hætt landamæraeftirliti með þeim sem koma til landanna með flugvélum eða skipum. Austurríki hefur hins vegar hafnað því að löndin fái fulla aðild …

Evrópusambandsríkin Búlgaría og Rúmenía hafa fengið takmarkaða aðild að Schengen-samstarfinu og geta nú hætt landamæraeftirliti með þeim sem koma til landanna með flugvélum eða skipum.

Austurríki hefur hins vegar hafnað því að löndin fái fulla aðild að Schengen þar sem það gæti aukið straum flóttamanna inn á svæðið. Þetta þýðir að löndin þurfa enn að viðhafa eftirlit með öllum sem koma þangað landleiðina.