Landsbjörg Otti Rafn, Borghildur formaður og Jón Ingi varaformaður.
Landsbjörg Otti Rafn, Borghildur formaður og Jón Ingi varaformaður. — Ljósmynd/Landsbjörg
Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar tilkynnti á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi að hann segði formlega af sér sem formaður félagsins, en hann hefur verið í leyfi frá því í nóvember vegna náttúruhamfaranna í Grindavík, heimabæ hans

Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar tilkynnti á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi að hann segði formlega af sér sem formaður félagsins, en hann hefur verið í leyfi frá því í nóvember vegna náttúruhamfaranna í Grindavík, heimabæ hans.

Samþykkti stjórn Landsbjargar einróma að Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir varaformaður tæki við formannsembættinu fram að næsta landsþingi, sem haldið verður í maí 2025. Jón Ingi Sigvaldason tekur við varaformennskunni af Borghildi Fjólu.