Sópran Dagný Björk Guðmundsdóttir syngur í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag.
Sópran Dagný Björk Guðmundsdóttir syngur í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. — Ljósmynd/Aðsend
Dagný Björk Guðmundsdóttir sópran og Aladár Racz píanóleikari flytja í dag, 4. apríl, sönglög Jóhanns G. Jóhannssonar við ljóðaflokk Þórarins Eldjárns, Best að borða ljóð, í Fríkirkjunni í Reykjavík

Dagný Björk Guðmundsdóttir sópran og Aladár Racz píanóleikari flytja í dag, 4. apríl, sönglög Jóhanns G. Jóhannssonar við ljóðaflokk Þórarins Eldjárns, Best að borða ljóð, í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Ljóðaflokkurinn samanstendur af sautján lögum og eru þau flest með afar spaugilegu ívafi, að því er segir í tilkynningu. Þar segir einnig að markmiðið með tónleikunum sé að bjóða upp á létta stemningu og senda fólk brosandi og hlæjandi út í daginn. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum sem haldin hefur verið um margra ára bil í kirkjunni. Þeir hefjast kl. 12 og eru um 30 mínútur að lengd. Aðgangseyrir 2.000 kr. og er ekki tekið við greiðslukortum.