Föstudagur Undankeppnin fyrir EM hefst á afar mikilvægum heimaleik gegn Pólverjum á Kópavogsvelli og þar æfði liðið í gær.
Föstudagur Undankeppnin fyrir EM hefst á afar mikilvægum heimaleik gegn Pólverjum á Kópavogsvelli og þar æfði liðið í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Póllandi og Þýskalandi í tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppni Evrópumótsins 2025. Ísland mætir Póllandi á Kópavogsvelli næsta föstudag og Þýskalandi ytra á þriðjudag

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Póllandi og Þýskalandi í tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppni Evrópumótsins 2025. Ísland mætir Póllandi á Kópavogsvelli næsta föstudag og Þýskalandi ytra á þriðjudag.

„Þetta verða ótrúlega erfiðir leikir. Við fengum erfið lið en við setjum markið hátt. Okkar markmið er að ná öðru tveggja efstu sætanna. Öll lið sem eru í þessari A-deild eru hörkulið. Við vorum alltaf að fara að spila erfiða og jafna leiki,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjukonan knáa, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu á Kópavogsvelli í gær.

Henni finnst ekki leiðinlegt að mæta Þjóðverjum aftur, en Ísland og Þýskaland voru saman í riðli í Þjóðadeildinni og mættust tvisvar í haust.

„Mér finnst það fínt. Ég spilaði ekki mikið í leikjunum við Þýskaland síðast og það verður gaman að spila við þær aftur,“ sagði Alexandra. johanningi@mbl.is