Tónleikar til heiðurs Henry Mancini og Söru Vaughan, sem bæði hefðu átt 100 ára afmæli í ár, verða haldnir í kvöld, miðvikudagskvöldið 3. apríl, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Rebekka Blöndal og Karl Olgeirsson hafa síðastliðið ár spilað og sungið…

Tónleikar til heiðurs Henry Mancini og Söru Vaughan, sem bæði hefðu átt 100 ára afmæli í ár, verða haldnir í kvöld, miðvikudagskvöldið 3. apríl, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Rebekka Blöndal og Karl Olgeirsson hafa síðastliðið ár spilað og sungið saman en á efnisskránni verða lög eftir Mancini sem og lög af plötunni Sara Vaughan sings the Mancini Songbook. Með Rebekku og Karli á tónleikunum verða þeir Nico Moreaux á kontrabassa og Jóel Pálsson á saxófón.