Verkmenntaskýli í Kampala.
Verkmenntaskýli í Kampala.
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur tekið þátt í verkefni til að valdefla ungmenni í fátækrahverfi höfuðborgar Úganda, Kampala. Kristín Ólafsdóttir verkefnastjóri hefur verið á vettvangi og verkefnið snýst um að styðja ungmenni til að læra iðnir, eins og m.a

Hjálparstofnun kirkjunnar hefur tekið þátt í verkefni til að valdefla ungmenni í fátækrahverfi höfuðborgar Úganda, Kampala. Kristín Ólafsdóttir verkefnastjóri hefur verið á vettvangi og verkefnið snýst um að styðja ungmenni til að læra iðnir, eins og m.a. bakstur, klæðasaum og hárgreiðslu svo þau geti séð sér farborða. Verkefnið er framkvæmt af félagasamtökunum Uganda Youth Development Link og Lúterska heimssambandinu og er fjármagnað með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur verkefnið þegar skilað góðum árangri, en í nýrri skýrslu óháða ráðgjafarfyrirtækisins VIG, sést að ungmennin hafa frekar getað fengið vinnu eða stofnað eigin rekstur eftir að verkefnið hófst. Ungmennum stafar mikil hætta af skorti á atvinnutækifærum í borginni, þar sem þau geta lent í klóm glæpagengja og því eru verkkunnátta og möguleiki á framtíðarsýn gífurlega mikilvæg.