Ekki kemst maður hjá því að gera einhverja leiða við og við. Nú eru það þeir sem vilja til dæmis „hesthúsa þremur hamborgurum“. Hesthúsa þýðir að torga, innbyrða, háma í sig og tekur með sér þolfall: hesthúsa þrjá hamborgara og annað sem …

Ekki kemst maður hjá því að gera einhverja leiða við og við. Nú eru það þeir sem vilja til dæmis „hesthúsa þremur hamborgurum“. Hesthúsa þýðir að torga, innbyrða, háma í sig og tekur með sér þolfall: hesthúsa þrjá hamborgara og annað sem að kjafti kemur. Torga stýrir hins vegar þágufalli: maður torgar þremur hamborgurum.