50 ára Tinna er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur búið þar lengst af. Hún er lyfjafræðingur að mennt og hefur einnig lokið MBA-námi. Eftir námið hóf Tinna störf hjá Actavis en hún starfaði um tíu ára skeið fyrir fyrirtækið í Bandaríkjunum þar sem hún leiddi viðskiptaþróun

50 ára Tinna er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur búið þar lengst af. Hún er lyfjafræðingur að mennt og hefur einnig lokið MBA-námi. Eftir námið hóf Tinna störf hjá Actavis en hún starfaði um tíu ára skeið fyrir fyrirtækið í Bandaríkjunum þar sem hún leiddi viðskiptaþróun. Eftir að fjölskyldan flutti aftur til Íslands söðlaði Tinna um en hún hefur starfað í tæp átta ár hjá Landsvirkjun þar sem hún gegnir nú starfi framkvæmdastjóra sölu og þjónustu.

„Það eru forréttindi að starfa hjá orkufyrirtæki þjóðarinnar og mikil ábyrgð sem því fylgir. Í starfi mínu hef ég t.d. leitt endursamninga við Rio Tinto og Norðurál en endursamningar við stærsta viðskiptavininn eru næst á dagskrá. Það er líka spennandi að taka þátt í áframhaldandi þróun raforkumarkaðar en það sem liggur einna mest á er að tryggja raforkuöryggi almennings en ég hef látið þau mál mig miklu varða.

Þrátt fyrir annríki í vinnu er fjölskyldan í fyrsta sæti, tíu ára dóttir mín er fjörmylla og heldur mér ungri. Stóri strákurinn minn er að ljúka námi í hagnýtri stærðfræði og hyggur á námi í MIT í haust og ég er endalaust stolt af honum. Við erum ævintýragjörn og finnst gaman að ferðast innan lands sem utan. Til þess að fagna afmælinu ætlum við saman í þriggja vikna ferðalag um Japan og hlökkum mikið til.“

Fjölskylda Börn Tinnu eru Brimar Ólafsson, f. 2002, og Edda Margrét Ólafsdóttir, f. 2014. Foreldrar Tinnu eru Steinunn Sigurðardóttir, f. 1950, rithöfundur, og Trausti Valsson, f. 1946, skipulagsfræðingur.