Vegna umfjöllunar í blaðinu um deilu ON og Ísorku um hleðslustöðvar í fjölbýlishúsum er rétt að leiðrétta það ranghermi sem kom fram í blaðinu 28. mars síðastliðinn, að ON hefði tekið út búnað í umræddum fjölbýlishúsum

Vegna umfjöllunar í blaðinu um deilu ON og Ísorku um hleðslustöðvar í fjölbýlishúsum er rétt að leiðrétta það ranghermi sem kom fram í blaðinu 28. mars síðastliðinn, að ON hefði tekið út búnað í umræddum fjölbýlishúsum. Hið rétta er að ON hætti fyrirkomulagi við að gera upp raforkumæli í húsunum. Vill ON árétta að allur búnaður sé í samræmi við kröfur og nýjustu tækni.

Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi í blaðinu 28. mars, sem var síðan endurtekið í frétt í blaðinu í gær, 2. apríl.