Mark Dominic Calvert-Lewin jafnar fyrir Everton gegn Newcastle.
Mark Dominic Calvert-Lewin jafnar fyrir Everton gegn Newcastle. — AFP/Andy Buchanan
Everton og Nottingham Forest náðu í gærkvöld í dýrmæt stig í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Everton náði jafntefli gegn Newcastle á útivelli, 1:1, þar sem Dominic Calvert-Lewin jafnaði úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok

Everton og Nottingham Forest náðu í gærkvöld í dýrmæt stig í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Everton náði jafntefli gegn Newcastle á útivelli, 1:1, þar sem Dominic Calvert-Lewin jafnaði úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok.

Forest lagði Fulham að velli í Skírisskógi, 3:1, þar sem Morgan Gibbs-White var með mark og stoðsendingu en staðan var 3:0 í hálfleik.

Tottenham mistókst að komast upp fyrir Aston Villa og í fjórða sætið þegar liðið gerði jafntefli við West Ham, 1:1, í Austur-London. Brennan Johnson kom Tottenham yfir í byrjun leiks en Kurt Zouma jafnaði fljótlega fyrir Hamrana.

Burnley mátti sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Wolves, 1:1, og við það versnaði staða liðsins enn frekar í botnbaráttunni. Jóhann Berg Guðmundsson fékk ekki tækifæri til að koma inn á í leiknum.