Búlgörsku samtökin Ideas Factory Associatin (FIA) og Gullkistan kynna samstarfsverkefnið Revitalizing Villages with Access to Culture eða Endurlífgun þorpa með aðgengi að menningu í sal SÍM, Hafnarstræti 16 í Reykjavík, í dag kl

Búlgörsku samtökin Ideas Factory Associatin (FIA) og Gullkistan kynna samstarfsverkefnið Revitalizing Villages with Access to Culture eða Endurlífgun þorpa með aðgengi að menningu í sal SÍM, Hafnarstræti 16 í Reykjavík, í dag kl. 16. Verkefnið og samstarf þeirra fólu í sér gagnvirkt og sjálfbært sambýli íbúa og listamanna með það að markmiði að efla samfélög í afskiptum byggðum í norðurhluta Búlgaríu sem eru meðal fátækustu svæða Evrópusambandsins. Segir í tilkynningu að sagt verði frá starfsemi Ideas Factory, bæði BABA residence og EMPATHEAST 2023 sem Gullkistan tók þátt í á síðasta ári í Búlgaríu. Einnig verði rætt um snertifleti hér á landi. Laugardaginn 6. apríl milli kl. 11 og 17 verður í Gullkistunni, miðstöð sköpunar á Laugarvatni, hægt að skoða verk 15 búlgarskra listamanna sem unnin voru í fyrrnefndu verkefni.