Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu en mótið var haldið í boði Kviku eignastýringar og Brims. Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson (2.477) hafði hvítt gegn Dananum Nicolai Kistrup (2.324)

Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu en mótið var haldið í boði Kviku eignastýringar og Brims. Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson (2.477) hafði hvítt gegn Dananum Nicolai Kistrup (2.324). 50. e5! Bg7 svartur hefði tapað manni eftir 50. … dxe5 51. fxe5. 51. e6 hvíta taflið er núna gjörunnið. 51. … Hff8 52. Re3 Bf6 53. Hh2 Bd4 54. f5! Bxe3 55. Kxe3 gxf5 56. Hg2 Hg8 57. Hxg8 Hxg8 58. Hxf5 Hg1 59. Hf6+ Kg7 60. Hf7+ Kg6 61. Hxb7 Kf6 62. Hf7+ Kg6 63. Hd7 og svartur gafst upp. Önnur umferð í áskorendakeppni heimsmeistaramótsins fer fram í dag í Toronto í Kanada en bæði er teflt í opnum flokki og í kvennaflokki. Í báðum mótunum eru átta keppendur og munu þeir tefla tvöfalda umferð. Sigurvegarar mótanna munu tefla við núverandi heimsmeistara í einvígi um heimsmeistaratitilinn, sjá fide.com.