Sundhnúkar Eldgosið hófst að laugardagskvöldi 16. mars.
Sundhnúkar Eldgosið hófst að laugardagskvöldi 16. mars. — Morgunblaðið/Hörður Kristleifsson
Land virðist aftur tekið að rísa í Svartsengi þó enn sjái ekki fyrir endann á eldgosinu við Sundhnúkagíga. Kvika flæðir hraðar úr neðra hólfinu undir Svartsengi inn í efra hólfið heldur en flæðir úr efra hólfinu

Land virðist aftur tekið að rísa í Svartsengi þó enn sjái ekki fyrir endann á eldgosinu við Sundhnúkagíga. Kvika flæðir hraðar úr neðra hólfinu undir Svartsengi inn í efra hólfið heldur en flæðir úr efra hólfinu.

„Landrissbreytingar hafa verið mjög litlar en síðustu tvo, þrjá dagana eru vísbendingar um að það sé hafið, þannig að innstreymið að neðan er greinilega ekki að minnka,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Veðurstofa Íslands birti í gær bylgjuvíxlmynd sem sýnir aflögun frá 18. mars til 3. apríl. Þar sést að land hefur risið um 3 cm í Svartsengi á því tímabili.

Þá virðist sem virkni í syðri gígnum, sem er smærri, sé að fjara út og stærri gígurinn að taka yfir. Hraun rennur áfram til suðurs frá gígunum ofan á hraunbreiðu sem myndaðist. Virknin er annars að mestu óbreytt, að sögn Veðurstofu.