Álög – Díalektísk efnishyggja eða blætisdýrkun vörunnar? nefnist sýning sem Sigrún Hrólfsdóttir opnar í Glerhúsinu að Vesturgötu 33b á morgun, laugardag, kl. 14. Í sýningarskrá kemur fram að Sigrún vinnur margvísleg verk, málverk, teikningar,…

Álög – Díalektísk efnishyggja eða blætisdýrkun vörunnar? nefnist sýning sem Sigrún Hrólfsdóttir opnar í Glerhúsinu að Vesturgötu 33b á morgun, laugardag, kl. 14. Í sýningarskrá kemur fram að Sigrún vinnur margvísleg verk, málverk, teikningar, innsetningar og gjörningalist, sem fjalla um sýnileg og ósýnileg öfl í heiminum.

„Efni búa yfir dulmagni og töfrum sem tengjast ævintýrum og trúarbrögðum,“ segir meðal annars um sýninguna í sýningarskránni. „Táknvefur listaverkanna vísar til hugmyndarinnar um átök sem drifkraft þróunar, en einnig ósýnilegra áhrifa á borð við þrá, ást og vellíðan.“