Tónlistarkona Billie Eilish er ein þeirra sem mótmæla gervigreind.
Tónlistarkona Billie Eilish er ein þeirra sem mótmæla gervigreind. — AFP/Rodin Eckenroth
Mikill fjöldi tónlistarmanna frá fjölmörgum löndum hefur nú skrifað undir opið bréf og krafist verndar gagnvart tónlist sem gerð er með gervigreind. Slík tónlist líkir eftir lögum raunverulegra tónlistarmanna og þá m.a

Mikill fjöldi tónlistarmanna frá fjölmörgum löndum hefur nú skrifað undir opið bréf og krafist verndar gagnvart tónlist sem gerð er með gervigreind. Slík tónlist líkir eftir lögum raunverulegra tónlistarmanna og þá m.a. röddum þeirra. Þeir sem undir bréfið skrifa eru úr ýmsum greinum tónlistar og sumir hverjir heimsþekktir, m.a. Stevie Wonder. Fulltrúar dánarbúa heimskunnra og dáðra tónlistarmanna, t.d. Franks Sinatra og Bobs Marley, eru meðal þeirra sem skrifað hafa undir bréfið sem hagsmunasamtökin Artist Rights Alliance sendi frá sér. Er þess krafist að tæknifyrirtæki heiti því að verja tónlist fyrir frekari árásum gervigreindar sem grafi undan listsköpun.