„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti forseta Íslands,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona í tilkynningu til fjölmiðla þar sem hún kunngjörir framboð sitt til embættis forseta Íslands.
„Forseti er í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundum, þegar hann mætir sem fulltrúi hennar til að sýna að okkur má aldrei standa á sama. Forseti þarf því að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr – í blíðu og stríðu,“ segir hún og kveðst vilja gera gagn og hafa fengið hvatningu til framboðsins.
„Ég heyri að ykkur er alvara og það snertir mig djúpt,“ segir hún.