Um 2.000 manns búa í Tasiilaq.
Um 2.000 manns búa í Tasiilaq.
Lögreglan á Grænlandi segir að verið sé að rannsaka tvö dauðsföll og grunur leiki á að þau hafi borið að höndum með saknæmum hætti. Í fréttatilkynningu segir að lögreglan hafi verið kölluð til eftir að tvær manneskjur fundust látnar í íbúð í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands

Lögreglan á Grænlandi segir að verið sé að rannsaka tvö dauðsföll og grunur leiki á að þau hafi borið að höndum með saknæmum hætti.

Í fréttatilkynningu segir að lögreglan hafi verið kölluð til eftir að tvær manneskjur fundust látnar í íbúð í bænum Tasiilaq á austurströnd Grænlands.

Haft er eftir Anette Ostenfeldt, varðstjóra lögreglunnar, að verið sé að rannsaka málið sem grunsamleg dauðsföll. Rannsóknin sé enn á frumstigi og því sé ekki hægt að veita nánari upplýsingar.

Um tvö þúsund manns búa í Tasiilaq sem er sjöundi stærsti bærinn á Grænlandi og sá fjölmennasti á austurströnd landsins.

Að jafnaði rannsakar lögreglan á Grænlandi þrjú til sex morðmál á ári hverju.