Borgþór Hafsteinn Jónsson fæddist 10. apríl 1924 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Bjarnadóttir, f. 1983, d. 1970, og Jón Hafliðason, f. 1887, d. 1972. Borgþór lauk stúdentsprófi frá MR árið 1945 og prófi í veðurfræði frá…

Borgþór Hafsteinn Jónsson fæddist 10. apríl 1924 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Bjarnadóttir, f. 1983, d. 1970, og Jón Hafliðason, f. 1887, d. 1972.

Borgþór lauk stúdentsprófi frá MR árið 1945 og prófi í veðurfræði frá Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi 1948 og framhaldsnámi við sama skóla árið 1963.

Borgþór starfaði sem veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í Reykjavík 1948-1952 og hjá Veðurstofu Íslands á Keflavíkurflugvelli 1952-1979 og var deildarstjóri frá 1963 þar til hann lét af störfum árið 1994. Um árabil kenndi hann einnig verðandi flugumferðarstjórum veðurfræði hjá Flugmálastjórn.

Borgþór skrifaði fjölmargar greinar í blöð, tímarit og bækur um veðurfræði og önnur skyld efni. 1970-75 hélt hann vikuleg erindi um veðurfræði o.fl. í ríkisútvarpinu og flutti veðurspár í sjónvarpinu 1978-1998. Borgþór hlaut afmælismerki Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar 1950 til 1990.

Eiginkona Borgþórs var Rannveig Árnadóttir, f. 1924, d. 2010. Þau eignuðust eina dóttur.

Borgþór lést 12.11. 2002.