Í Hörpu Mäkelä stjórnaði meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Í Hörpu Mäkelä stjórnaði meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands. — Morgunblaðið/Hari
Hinn 28 ára gamli Klaus Mäkelä, fæddur árið 1996, hefur verið ráðinn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Chicago. NRP greinir frá því að þegar hann taki formlega við, sem verður um haustið 2027, verði hann yngsti tónlistarstjórinn í 133 ára sögu hljómsveitarinnar

Hinn 28 ára gamli Klaus Mäkelä, fæddur árið 1996, hefur verið ráðinn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Chicago. NRP greinir frá því að þegar hann taki formlega við, sem verður um haustið 2027, verði hann yngsti tónlistarstjórinn í 133 ára sögu hljómsveitarinnar.

Þá hefur Mäkelä einnig stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands og þrátt fyrir ungan aldur verið hljómsveitarstjóri í Ósló, París og Amsterdam. Hefur því jafnframt verið fleygt fram að hann sé sá hljómsveitarstjóri sinnar kynslóðar sem skotið hafi hraðast upp á stjörnuhimininn.

Mäkelä lærði hljómsveitarstjórn hjá Jorma Panula við Sibeli­usar-akademíuna og stundaði einnig sellónám hjá Marko Ylönen og Timo Hanhinen. Hann hefur komið fram sem einleikari með fjölda hljómsveita og einnig leikið kammertónlist víða um heim.

Þá hefur hann einnig látið að sér kveða sem óperustjórnandi og stýrði til að mynda Töfraflautu Mozarts hjá Finnsku þjóðaróperunni í desember 2017.