— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árlegur peysufatadagur Kvennaskólans var haldinn hátíðlegur í gær. Þá klæddust nemendur þjóðbúningum, sungu og dönsuðu úti um borg og bý. Um er að ræða hefð sem nær allt aftur til ársins 1921 en Kvennaskólinn er enn eldri, verður 150 ára í haust

Árlegur peysufatadagur Kvennaskólans var haldinn hátíðlegur í gær. Þá klæddust nemendur þjóðbúningum, sungu og dönsuðu úti um borg og bý. Um er að ræða hefð sem nær allt aftur til ársins 1921 en Kvennaskólinn er enn eldri, verður 150 ára í haust.

Einn viðkomustaða í gær var hjúkrunarheimilið Grund og naut heimilisfólk þess að fylgjast með glöðum og fallega klæddum kvenskælingum syngja og dansa á lóðinni. Einnig var dansað á Ingólfstorgi og við Þjóðminjasafnið.