Sheryl Crow er sátt í eigin skinni.
Sheryl Crow er sátt í eigin skinni. — AFP/Michael Tran
Frelsi Bandaríska söngkonan Sheryl Crow kveðst vera komin á þann aldur að hún geti sungið um hvað sem er. „Það er vegna þess að ólíklegt er að nokkur muni heyra það,“ segir hún í samtali við breska blaðið Independent

Frelsi Bandaríska söngkonan Sheryl Crow kveðst vera komin á þann aldur að hún geti sungið um hvað sem er. „Það er vegna þess að ólíklegt er að nokkur muni heyra það,“ segir hún í samtali við breska blaðið Independent. „Ég veit að það hljómar eins og uppgjöf! En í því felst líka mikið frelsi. Maður þarf lítið að pæla í því hverja maður móðgar. Ég er ekki að sækjast eftir spilun í útvarpi, þannig að það er mikill léttir að geta sungið um það sem mér sýnist,“ bætir Crow við en hún varð nýlega 62 ára. Hún sendi á dögunum frá sér sína tólftu breiðskífu, Evolution. 31 ár er síðan sú fyrsta kom út, Tuesday Night Music Club, sem m.a. innihélt smellinn All I Wanna Do.