Snjómokstur í Reykjavík. Myndin er frá 2024 en ekki 1914 eins og fréttin.
Snjómokstur í Reykjavík. Myndin er frá 2024 en ekki 1914 eins og fréttin. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það er gömul saga og ný að snjómokstur veki umtal í Reykjavík. Fyrir 110 árum mátti lesa eftirfarandi línur í Morgunblaðinu: „Eftirtekt töluverða hefir það vakið meðal hugsandi bæjarmanna, sem spara vilja fyrir bæinn, eða að minsta kosti…

Það er gömul saga og ný að snjómokstur veki umtal í Reykjavík. Fyrir 110 árum mátti lesa eftirfarandi línur í Morgunblaðinu:

„Eftirtekt töluverða hefir það vakið meðal hugsandi bæjarmanna, sem spara vilja fyrir bæinn, eða að minsta kosti fremur vilja vita af að fé bæjarins sé skynsamlega notað, að verkamenn allmargir hafa undanfarna daga haft atvinnu við að aka burt klakanum og snjódyngjunum af strætum borgarinnar. Eigi er svo að skilja, að þessir sömu hugsandi menn ógjarnan vilji hafa strætin hrein og klaka- og snjólaus – nei, þvert á móti. En þeir fá eigi skilið hvað hefir valdið því, að snjórinn var látinn liggja á götunum í vetur, þegar hann tálmaði mest umferðinni og atvinnuleysið var tilfinnanlegast.“

Bæði hefði verið ódýrara að aka honum burtu undir eins, sagði í blaðinu, bæjarbúar hefðu þá losnað við óþægindin, sem eru samfara hlákunni, – og mönnum hefði verið veitt atvinna meðan önnur vinna var ekki var fáanleg í bænum og hundruð karlmanna gengu með hendurnar í vösunum.