Mark Ísak Snær fagnar sigurmarki Íslands gegn Gvatemala í janúar.
Mark Ísak Snær fagnar sigurmarki Íslands gegn Gvatemala í janúar. — Ljósmynd/KSÍ
Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson er kominn til Breiðabliks í láni frá Rosenborg í Noregi og leikur með liðinu á komandi tímabili. Ísak varð meistari með Blikum árið 2022, skoraði þá 14 mörk í 24 leikjum í Bestu deildinni og fór til norska félagsins í kjölfarið

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson er kominn til Breiðabliks í láni frá Rosenborg í Noregi og leikur með liðinu á komandi tímabili. Ísak varð meistari með Blikum árið 2022, skoraði þá 14 mörk í 24 leikjum í Bestu deildinni og fór til norska félagsins í kjölfarið. Blikar fengu fleiri góðar fréttir í gærkvöld en þá var tilkynnt að félagið hefði gert nýjan samning til fjögurra ára við fyrirliða liðsins og lykilmann, Höskuld Gunnlaugsson.