Samningur Guðni Páll Einarsson leigusali og Margrét Jónsdóttir Njarðvík.
Samningur Guðni Páll Einarsson leigusali og Margrét Jónsdóttir Njarðvík. — Ljósmynd/Bryndís Geirsdóttir
Undirritaðir voru í vikunni samningar um leigu Háskólans á Bifröst á svonefndu Hvannarhúsi að Hvanneyri. Þar, í 115 skrifstofurýmum, verður aðsetur kennslusviðs háskólans næsta vetur. Eins og fram hefur komið hefur mjög verið dregið úr starfsemi að…

Undirritaðir voru í vikunni samningar um leigu Háskólans á Bifröst á svonefndu Hvannarhúsi að Hvanneyri. Þar, í 115 skrifstofurýmum, verður aðsetur kennslusviðs háskólans næsta vetur. Eins og fram hefur komið hefur mjög verið dregið úr starfsemi að Bifröst síðustu misserin, meðal annars í samræmi við breyttar áherslur í skólastarfinu og kennslan er að mestu leyti á netinu. Einnig hafa komið í ljós skemmdir í byggingum á Bifröst sem kallað hafa á nýja nálgun.

„Vafalaust þykir sérstakt að starfsemi Háskólans á Bifröst verði að hluta á Hvanneyri. Þá má þó nefna að á rúmri öld hefur skólinn og starf hans farið í gegnum ýmsar breytingar og þróast með tímanum,” segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor.

Í undirbúningi er sameining Bifrastar og Háskólans á Akureyri, eins og stjórnvöld leggja áherslu á. Einnig er í umræðu að selja byggingarnar á Bifröst. Þetta segir Margrét að sé þegar farið að lita starf Bifrastar. sbs@mbl.is