Forsetaframboð Jakob Frímann mun ekki gefa kost á sér.
Forsetaframboð Jakob Frímann mun ekki gefa kost á sér. — Ljósmynd/Aðsend
Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og þingmaður Flokks fólksins, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta Íslands. Frá þessu greinir hann í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að hún ætlaði í forsetaframboð

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og þingmaður Flokks fólksins, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti forseta Íslands.

Frá þessu greinir hann í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að hún ætlaði í forsetaframboð.

Í lok síðasta mánaðar greindi Jakob frá því að hann hefði fengið hvatningu víða að og væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér til embættisins. Kvaðst hann tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum, sem hann hefur nú gert.

Jakob færir þeim fjölmörgu sem hafa hvatt hann áfram og stutt alúðarþakkir. Þá kveðst hann fagna því að Katrín hafi lýst yfir framboði til embættisins. Hún sé afar hæfur leiðtogi sem hann hafi átt í góðu samstarfi við. Styður hann ráðherrann heils hugar. hmr@mbl.is