Enskir læknar fá launahækkun
Enskir læknar fá launahækkun
Sjúkrahússlæknar á Englandi hafa samþykkt tilboð um launahækkun, að sögn stéttarfélags þeirra og breskra stjórnvalda. Er þá endi bundinn á langvinna kjaradeilu sem hefur m.a. leitt til þess að fjöldi lækna hefur leitað að betur launuðum störfum í öðrum löndum

Sjúkrahússlæknar á Englandi hafa samþykkt tilboð um launahækkun, að sögn stéttarfélags þeirra og breskra stjórnvalda. Er þá endi bundinn á langvinna kjaradeilu sem hefur m.a. leitt til þess að fjöldi lækna hefur leitað að betur launuðum störfum í öðrum löndum.

Samkvæmt samkomulaginu fá reyndir sérfræðilæknar nærri 20% launahækkun fyrir tímabilið 2023-2024.
Læknar og fleiri heilbrigðisstéttir hafa ítrekað lagt niður störf frá því í júlí á síðasta ári til að leggja áherslu á kröfur sínar um betri laun og bætt starfsskilyrði.